. - Hausmynd

.

Leita í fréttum mbl.is

Dagur 14 - síðasti dagurinn

Þar sem við gleymdum að blogga á föstudaginn eftir kynningarnar þá kemur smá blogg núna.

Við sýndum verkefnin fyrir 8 og 9 bekk um morguninn og gekk rosa vel. Síðan var önnur kynning kl. 2 fyrir foreldrana sem gekk líka mjög vel. Einnig fengum við útúr samræmdu þann dag og fólk er mis ánægt með útkomuna. En þá er semsagt þessu verkefni formlega lokið og á þriðjudaginn næsta munum við ásamt öllum í 10 bekk útskrifast úr Réttarholtsskóla.

Við erum ekkert lítið ánægðar með hvernig síðustu dagarnir eru notaðir í eitthvað annað en próf, eins og í mörgum skólum.

Takk fyrir okkur

- Stefanía, Hugrún og Hlín ;d


Dagur 13

Hæhæ :) Þá er þetta verkefni okkar loks á enda. Í dag hittumst við öll krakkarnir og fórum yfir kynningar á verkefnum og svo á morgun kynnum við fyrst fyrir 8 og 9 bekk og seinna um daginn fyrir foreldra. Einnig dreifðum við blöðum á þá sem höfðu keypt og svo voru nokkrir sem bættust við sem höfðu áhuga á blaðinu.

Við látum heyra í okkur á morgun þegar kynningarnar eru búnar.

- stefanía, hugrún og hlín Ninja


Dagur 12

Jæja, nú erum við að gorma öll blöðin og erum að klára að skrifa skýrsluna svo verkefnið er alveg að klárast. Á morgun er síðan prufukeysla á verkefninum í salnum.

Í gær fórum við á skrifstofuna hjá ABC og gáfum allan peninginn eða tæplega 20.000 krónur til hjálparstarfs og fengum viðurkenningar að launum.

Meira höfum við ekki að segja að sinni,

- Hlín, Hugrún Lena og Stefanía Karen Halo


Dagur 11

Hææ Bandit

Þá erum við hættar við að fara með blaðið í gormun þar sem Guðný er búin að kaupa gormavél og við munum byrja að gorma á morgun.

Í dag ætlum við að skrifa skýrslu um verkefnið á meðan Guðný prentar blöðin.

heyrumst - Hlín, Hugrún og Stefanía Kissing


Dagur 10

Í dag mættum við klukkan hálf 9 upp í skóla og kláruðum að ganga frá blaðinu. Eftir það fórum við að tala við Guðnýju og Ásdísi og um hádegi fórum við í griffil og keyptum karton í forsíðuna.

Á morgun verður blaðið prentað í skólanum og þá er ekkert annað eftir heldur en að fara með það í gormun.

- Hlín, Hugrún og Stefanía  Shocking


Dagur 9

Blaðið er langt á veg komið.Happy

 Í dag stefnum við að því að klára blaðið og svo ætlum við að hitta Guðnýju tölvukennara á eftir og ræða við hana um uppsetningu á blaðinu og prentun. Á eftir ætlum við svo niður í Kúlu að sækja styrkinn okkar.

-Hugrún, Stefanía og Hlín


Dagur 8

Hæhæ :D þá er blaðið alveg að verða tilbúið fyrir prentun. Ætlum að klára það í dag og fara svo til Guðnýjar sem ætlar að hjálpa okkur með að velja blöð, prentara og vax. Stefnum svo á að fara í Office1 á morgun og kaupa blöð og vax. Ætli við förum svo ekki í það að prenta blaðið í byrjun næstu viku.

- Stefanía og Hlín Police

Ps. Hugrún á afmæli í dag, óskið henni til hamingju! gellan er orðin sweet sixteen og er sofandi heima hjá sér eins og er, leyfðum henni að sofa aðeins í tilefni dagsins !! hafðu geðveikan dag elsku besta Hugrún okkar ;*


Dagur 7

Sjöundi dagurinn í verkefninu og allt gengur vel.Wizard

Í dag ætlum við að spurja nokkra nemendur á ganginum spurninga, laga og bæta layoutið á blaðinu, fara og sýna mönnunum í kúlunni auglýsinguna þeirra og kanski labba niður í office1 og athuga hvernig pappír við getum keypt í blaðið.

 Aðalmál dagsins er þó að fá pening hjá fólkinu sem ætlar að kaupa blað :)

- Hlín, Hugrún og Stefanía!


Dagur 6

jæja, þá er þetta allt að gerast.  W00t

Í síðustu viku settum við upp plakat á auglýsingarvegginn til að kanna hverjir væru tilbúnir að kaupa blað og voru allmargir svo skráðu sig. í hádeginu í dag og á morgun tökum við svo við peningunum. Munum við síðan klára blaðið í dag og á morgun svo að við getum prentað það út fyrir helgi. Wink

- Stefanía , Hugrún og Hlín


Dagur 5

hallóó Tounge

Í morgun fengum við svör frá prensmiðjum um verð á gormun og við ætlum að láta Prentmet gorma fyrir okkur. Áðan tókum við niður blaðið með nöfnum þeirra sem vilja kaupa blaðið og erum að skrifa þau upp og síðan munum við ganga á fólk og spurja það hvort það ætli ekki örugglega að kaupa blað.

Á morgun förum við líklegast í office1 og kaupum blöð og blekhylki.

heyrumst - Hlín,Hugrún og Stefanía :)


Næsta síða »

Höfundur

Hlín, Hugrún og Stefanía
Hlín, Hugrún og Stefanía
Þrjár stelpur úr Réttó að gera skólablað sem vorverkefni í 10.bekk

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband